Brúðkaup 2013
Fjarðahótel og Fjaðraveitingar býður persónulega brúðkaupsþjónustu. Hvort sem þið eruð að skipuleggja minni brúðkaup eða stóra veislu getum við aðstoðað ykkur við skipulagningu á veislusalnum og veisluföngunum.
Matreiðslumennirnir eru snillingar í eldhúsinu og matreiðsla er þeirra ástríða. Þeir laða fram það besta úr eldhúsinu og geta búið til drauma matarveislu fyrir brúðkaupið ykkar. Þið getið valið úr tilbúnum veislupökkum eða fengið
faglega ráðgjöf við samsetninguna á veislunni. kvöldverðarhlaðborð, létt kvöldverðarhlaðborð, pinnahlaðborð, kaffihlaðborð og úrval á þriggja rétta matseðli.
Við erum reiðubúin til þess að aðstoða við skipulagningu og undirbúning svo brúðkaupsveislan heppnist sem best.
Ógleymanlegar stundir á Fjarðahóteli
Á Fjarðahóteli geta brúðhjónin notið hveitibrauðsdaganna, eða haldið sjálfa brúðkaupsveisluna. Við erum með veislusalinn og veislumatinn. Kíktu á það sem Fjarðahótel og Fjarðaveitingar hefur að bjóða fyrir brúðkaup.
Brúðkaupsdraumar ykkar verða að veruleika í höndum fagfólksins á Fjarðahótels og Fjarðaveitinga.
Hafið samband við okkur. Við tökum vel á móti ykkur og hjálpum ykkur að setja saman drauma brúðkaupið.