Vínseðill

Torres Manso De Velasco

3.850 krónur
Land: Chile
Hérað: Central Valley
Svæði: Curicó
Framleiðandi: Miguel Torres
Berjategund: Cabernet Sauvignon
Styrkleiki: 13%
Stærð: 75 cl
Rauðvín þetta er eingöngu gert úr Cabernet Sauvignon þrúgunni og kemur frá einum víngarði, Pago. Vínviðurinn er yfir 100 ára gamall sem gerir það að verkum að vínið er með mjög djúpan lit.

Torres Manso De Velasco hefur að geyma ríkulegan ilm af þroskuðum ávöxtum. Vínið er látið þroskast í 18 mánuði á franskri eik. Hin klassísku Cabernet tannín gefa víninu sérlega fágaða uppbyggingu, langa endingu og mikla fyllingu, sem kemur að hluta til frá Nevers eikinni. Gott vín fyrir fína kvöldverði þegar á að gera sér glaðan dag.

Vínið passar sérlega vel með villibráð, önd og ostum úr kindamjólk, að ógleymdum nautasteikum.

 

Caliterra Reserva Merlot

4.100 krónur
Land: Chile
Svæði: Colchagua Valley
Framleiðandi: Caliterra Winery
Berjategund: Carmenere , Merlot , Shiraz
Styrkleiki: 14,5%
Stærð: 75 cl
Ilmmikið vín. Þurrkaðir ávextir, plómur og fersk stikilsber. Í munni er vínið mjúkt, líkt og er einkennandi fyrir merlot-vín. Meðal fylling, sæt þroskuð tannín og keimur af dökkum plómum og súkkulaði í langri endingu.